fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Gerði göt á smokka elskhugans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 22:00

Það má ekki bara halda áfram endalaust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 ára þýsk kona var nýlega dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið göt á smokka elskhuga síns. Dómarinn í málinu segir að dómurinn sé „sögulegur“.

Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að konan og maðurinn hafi átt í kynferðislegu sambandi en konan hafi vilja meira en það. Í von um að verða ólétt stakk hún því göt á smokka mannsins.

Fólkið kynntist á síðasta ári í gegnum stefnumótaapp. Fljótlega hófst kynferðislegt samband þeirra en konan vildi meira en það frá manninum sem er 42 ára. Hún byrjaði því að stinga göt á smokka mannsins í þeirri von að verða barnshafandi og þannig yrði meira úr sambandi þeirra.

Þegar þau fóru að eiga í erfiðleikum í sambandinu viðurkenndi konan þetta fyrir manninum í skilaboðum sem hún sendi honum: „Ég stakk göt á smokkana. Ég reikna með að ég sé ólétt.“

Maðurinn kærði konuna og hún var ákærð fyrir kynferðisofbeldi. Hún var sakfelld á grunni lagaákvæðis sem kveður á um að það sé kynferðisofbeldi ef smokkur er fjarlægður í samförum án samþykkis hins aðilans. Dómarinn sagði að þessi regla ætti einnig við í þessu máli því smokkarnir hafi verið gerðir gagnslausir án samþykkis mannsins og gegn vilja hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn