fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Gerði göt á smokka elskhugans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 22:00

Það má ekki bara halda áfram endalaust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 ára þýsk kona var nýlega dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið göt á smokka elskhuga síns. Dómarinn í málinu segir að dómurinn sé „sögulegur“.

Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að konan og maðurinn hafi átt í kynferðislegu sambandi en konan hafi vilja meira en það. Í von um að verða ólétt stakk hún því göt á smokka mannsins.

Fólkið kynntist á síðasta ári í gegnum stefnumótaapp. Fljótlega hófst kynferðislegt samband þeirra en konan vildi meira en það frá manninum sem er 42 ára. Hún byrjaði því að stinga göt á smokka mannsins í þeirri von að verða barnshafandi og þannig yrði meira úr sambandi þeirra.

Þegar þau fóru að eiga í erfiðleikum í sambandinu viðurkenndi konan þetta fyrir manninum í skilaboðum sem hún sendi honum: „Ég stakk göt á smokkana. Ég reikna með að ég sé ólétt.“

Maðurinn kærði konuna og hún var ákærð fyrir kynferðisofbeldi. Hún var sakfelld á grunni lagaákvæðis sem kveður á um að það sé kynferðisofbeldi ef smokkur er fjarlægður í samförum án samþykkis hins aðilans. Dómarinn sagði að þessi regla ætti einnig við í þessu máli því smokkarnir hafi verið gerðir gagnslausir án samþykkis mannsins og gegn vilja hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“