fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Ferðamaður á dauðadóm yfir höfði sér fyrir að taka minjagrip með heim

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. maí 2022 20:00

Jim Fitton er sá með hattinn. Mynd:change.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok mars var Bretinn Jim Fitton, 66 ára, handtekinn í Írak þegar hann reyndi að smygla sögulegum munum út úr landinu. Hann ætlaði heim þann 20. mars úr „jarðfræði- og fornleifaferð“ um Írak. Í tösku sinni var hann með 12 brot af brotnu keramiki og steinum frá nokkrum af þeim stöðum sem hann hafði heimsótt í ferðinni.

Hann var umsvifalaust handtekinn, sakaður um að ætla að smygla forngripum úr landi.

The Independent segir að hann muni koma fyrir rétt í næstu viku. Ef hann verður fundinn sekur á hann þyngstu mögulegu refsingu yfir höfði sér: Dauðadóm.

Fjölskylda hans hefur hafið undirskriftasöfnun á netinu til að fá hann heim. Í henni segir meðal annars að hann hafi tekið þessi hluti þar sem þeir hafi legið á almannafæri, engin skilti, þar sem varað var við að fjarlægja þá, hafi verið nærri þeim og enginn gætt þeirra. Einnig hafi fararstjórarnir tekið svipuð brot sem minjagripi í Eridu. Þátttakendum í ferðinni hafi verið sagt að þetta væri ekkert vandamál því þessi brot hefðu enga sögulega þýðingu og væru verðlaus.  „Nú er einn fararstjóranna, annar breskur ríkisborgari, látinn eftir að hafa fengið hjartaáfall á meðan hann var í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni í Bagdad og faðir okkar bíður nú örlaga sinna,“ segir á síðunni.

Á annað hundrað þúsund manns hafa skrifað undir á síðunni.

Fjölskyldan segist ekki fá neina aðstoð frá breskum yfirvöldum og að ekki sé hægt að reikna með aðstoð ef fólk lendi í vandræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“