fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Fundu áratuga gamlan mat frá McDonalds inni í vegg – „Af hverju eru frönsku kartöflurnar enn í pokanum og í svona góðu standi?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 07:00

Honum fannst of mikið að gera hjá McDonald's.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan apríl fundu Gracie og Rob Jones áratuga gamlan mat frá skyndibitakeðjunni McDonalds inni í vegg í húsinu sínu. Húsið er frá 1959 og eru hjónin að gera það upp.

CNN segir að Rob hafi verið að skipta um klósettpappírsrúllustand þegar hann sá glitta í pappír inni í veggnum. Hann taldi ekki útilokað að hér væri um sönnunargögn úr sakamáli að ræða og var undir það búinn að hringja í lögregluna. Honum létti þó mikið þegar hann sá að um poka frá McDonalds var að ræða.

Hjónin náðu pokanum út úr veggnum og opnuðu hann. Í honum voru umbúðir utan af tveimur hamborgurum og nokkrar franskar kartöflur. „Við sáum frönsku kartöflurnar og hugsuðum: „Þetta er ótrúlegt.“ Af hverju eru frönsku kartöflurnar enn í pokanum og í svona góðu standi?“ sagði Gracie í samtali við CNN.

Á ljósmynd af kartöflunum sést að þær eru aðeins brúnar en annars virðast þær hafa geymst ansi vel. Hér er hægt að sjá mynd af þeim.

Lógóið á umbúðunum var notað af McDonalds á árunum 1955 til 1961. Maturinn er því að minnsta kosti 61 árs.

Hjónin vita ekki alveg hvað þau eiga að gera við matinn og umbúðirnar en segjast reiðubúin til að selja ef einhver vill kaupa. Að öðrum kosti haldi þau þessu sjálf sem sögulegum minjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám