fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Það er hægt að nota kóladrykki til að þrífa eitt og annað

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. maí 2022 11:00

Það er hægt að þrífa klósett með kóladrykkjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við kóladrykki og þá líklega vegna þess einstaka bragðs sem er af þeim en það eru síðan skiptar skoðanir um hvort það er gott eða vont. En vissir þú að það er hægt að nota kóladrykki sem hreingerningarefni?

Ástæðan er að kóladrykkir innihalda blöndu af ýmsum sýrum. Þar á meðal eru kolsýra, sítrónusýra og fosfórsýra en þessi blanda er frábær til að fjarlægja bletti, þar á meðal þá allra erfiðustu.

Þegar þú lendir í vanda við að ná matarleifum af pottum og pönnum er hægt að láta uppþvottalöginn eiga sig og nota kóladrykk þess í stað. Heltu honum í pottinn eða pönnuna þannig að hann fljóti yfir matarleifarnar. Kveiktu síðan á hellunni og láttu vökvann sjóða við lágan hita í hálfa til eina klukkustund. Sýran í kóladrykknum brýtur matarleifarnar niður og það ætti að vera auðvelt að þrífa pottana og pönnurnar að þessu loknu.

Það er líka hægt að nota kóladrykki til að þrífa klósettið. Helltu 1,5 lítra í klósettið til að tryggja að skálin sé öll undir kóladrykk. Láttu þetta liggja á í minnst eina klukkustund þannig að sýrurnar fái tíma til að vinna sitt verk. Skrúbbið klósettið síðan með klósettbursta og sturtið síðan niður.

Ef keðjan á hjólinu þínu er farin að ryðga þá er hægt að leysa það með kóladrykk. Sýran í kóladrykknum fjarlægir ryðið af keðjunni á auðveldan hátt og keðjan verður eins og ný. Nuddaðu kóladrykk á með tusku og notaðu hringlaga hreyfingar við það. Skolaðu keðjuna síðan með vatni, láttu hana þorna og berðu síðan keðjuolíu á hana.

Það er líka hægt að nota kóladrykki til að þrífa föt. Ef þú hefur fengið bletti í fötin þín við eldamennsku eða vinnu utanhúss er hægt reyna að fjarlægja þá með kóladrykk. Settu fötin í bala og helltu einum lítra af kóladrykk yfir. Láttu þetta liggja í nokkrar mínútur og settu síðan í þvottavél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum