fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:00

Thule herstöðin. Mynd: EPA-EFE/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá bandarískum stjórnvöldum kemur fram að fyrirhugað sé að nota milljarða dollara til að styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurheimskautinu. Meðal annars er fyrirhugað að setja fjármagn í Thulestöðina á Grænlandi þar sem Bandaríkjamenn hafa verið með herstöð áratugum saman.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í þeim hlutum skýrslunnar sem er hægt að lesa en hún er að stórum hluta ritskoðuð. Bandarísk stjórnvöld staðfestu við miðilinn að endurbætur verði gerðar á Thulestöðinni. Í yfirlýsingu frá bandaríska flughernum, sem Berlingske fékk hjá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, kemur fram að búnaður stöðvarinnar sé orðinn gamall. Að öðru leyti er ekki skýrt frá hvað stendur til að gera í herstöðinni.

Miðillinn segir að hvorki grænlenska stjórnin né danska þingið viti hvað Bandaríkjamenn ætla að gera. Samkvæmt samningi Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur um Thulestöðina eiga bandarísk yfirvöld að ráðfæra sig við dönsk og grænlensk yfirvöld hvað varðar umtalsverðar breytingar á starfsemi bandaríska hersins á Grænlandi. Bandaríkin þurfa þó ekki að biðja um leyfi til breytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja