fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi frá saltvatnskrókódíl sem hafði læst kjaftinum utan um handlegg hans. Maðurinn var að synda í gljúfri í Adel‘s Grove í Queensland í Ástralíu þegar krókódíllinn læsti tönnunum í annan handlegg hans.

Maðurinn var í mótorhjólaferð um Lawn Hill þjóðgarðinn þegar hann ákvað að fá sér sundsprett í gljúfrinu á sunnudaginn. Hann sagði viðbragðsaðilum að hann hefði „glímt“ við krókódílinn áður en honum tókst að sleppa frá honum.

Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Ástand hans er sagt stöðugt en hann er með áverka á handlegg, höndum og fæti.

The Guardian hefur eftir Greig Allan, þyrluflugmanni, að maðurinn hafi verið mjög kvalinn og bitsárin hafi verið mjög djúp. „Sjúklingurinn sagði okkur að krókódíllinn hefði verið tveggja til þriggja metra langur, svo hann er heppinn að hafa sloppið lifandi,“ sagði Allan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“