fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Japanir „prófa“ að hleypa ferðamönnum inn í landið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 08:00

Fuji fjallið sést frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska ferðamálastofnunin tilkynnti í gær að nú í maí verði byrjað að hleypa litlum hópum ferðamanna inn í landið. Það er hluti af því að „prófa“ hvernig er hægt að takast á við straum ferðamanna til landsins með tilliti til heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ferðamannastofnunin sagði að tilraunin verði notuð til að leggja mat á heilbrigðis- og öryggismál og hvernig á að takast á við COVID-19 hjá ferðamönnum.

Til stóð að hefja þessa „prófun“ í lok síðasta árs en henni var frestað vegna hertra ráðstafana á landamærunum vegna Ómíkronafbrigðis veirunnar. Nú verður opnað fyrir komu þríbólusettra ferðamanna frá Ástralíu, Singapúr, Taílandi og Bandaríkjunum.

Ferðamálastofnunin mun koma að skipulagningu ferðanna í samvinnu við ferðaskrifstofur.

Vaxandi þrýstingur hefur verið bæði innanlands og utan á stjórnvöld um að opna landamærin.

Samkvæmt núgildandi reglum mega 10.000 manns koma til landsins á sólarhring en almennir ferðamenn mega ekki koma. Það eru japanskir ríkisborgarar, íbúar í landinu, vísindamenn, námsmenn og kaupsýslumenn sem mega koma. Sumir þurfa að fara í sóttkví við komuna en það fer eftir frá hvaða landi þeir koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri