fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Zuckerberg hótar að loka Facebook og Instagram í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. febrúar 2022 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Meta, sem er móðurfélag Facebook og Instagram, fær ekki að geyma og vinna úr gögnum um evrópska notendur sína með netþjónum í Bandaríkjunum þá mun Facebook og Instagram verða lokað í Evrópu.

Þetta kemur fram í nýjustu ársfjórðungsskýrslu Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og stjórnar fyrirtækisins. Þetta er skýrsla sem var send til Securities and Exchange Commission í Bandaríkjunum en það er alríkisstofnun. City A.M. skýrir frá þessu.

Fram kemur að í skýrslunni segi að ef ekki náist samstaða um nýjar ramma fyrir gagnaflutninga yfir Atlantshafið og Meta geti ekki lengur notað aðrar aðferðir við gagnaflutninga frá Evrópu til Bandaríkjanna þá verði fyrirtækið líklega ekki í stakk búið til að bjóða upp á vörur sínar og þjónustu, þar á meðal Facebook og Instagram, í Evrópu.

Ástæðan fyrir þessu eru reglur um flutning upplýsinga, persónuupplýsinga, frá Evrópu til Bandaríkjanna. ESB er að rannsaka þau mál vegna gruns um að gagnaöryggi sé ekki tryggt.

Í júlí 2020 lýsti dómstóll ESB því yfir að hið svokallaða Privacy Shield fyrirkomulag væri ekki gilt en það var lagarammi yfir gagnaflutning á milli ESB og Bandaríkjanna. Taldi dómstólinn að eftirlit bandarískra yfirvalda með gögnum af þessu tagi og öryggi upplýsinganna samræmdist ekki evrópskum persónuverndarreglum, GDPR.

ESB og bandarísk yfirvöld hafa síðan unnið að gerð nýs lagaramma varðandi þessi mál en þeirri vinnu er enn ekki lokið. Ef þessi lagarammi gerir Meta ekki kleift að geyma og vinna úr notendaupplýsingum evrópskra notenda í Bandaríkjunum eins og fram að þessu þá hótar Meta að hætta starfsemi í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum