fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Segir heimilið sitt jafn kalt og Ísland

Pressan
Fimmtudaginn 8. desember 2022 13:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 2.000 heimili í Stannington hverfinu í borginni Sheffield á Englandi eru þessa stundina ekki með aðgang að gasi til að hita þau upp. Þá eru um 1.500 heimili á svæðinu ekki með aðgang að heitu vatni. BBC ræddi við nokkra íbúa í hverfinu en Josh, einn íbúanna, segir að heimili sitt sé „jafn kalt og Ísland“ vegna ástandsins.

Josh segist hafa vafið 5 teppum utan um 4 ára gamlan son sinn þegar hann kom honum í háttinn síðastliðið þriðjudagskvöld. Um miðnætti var orðið gríðarlega kalt á heimilinu en þá líkir Josh því einmitt við Ísland. Hann eyddi í kjölfarið klukkustund í að reyna að hita herbergi sonar síns með litlum rafmagnsofni. „Það var samt ekki nóg,“ segir Josh en sonur hans vaknaði klukkan hálf fimm um morguninn, grátandi því honum var svo kalt. „Hvað getum við gert meira?“ spyr Josh.

„Það er svo kalt að það er eins og þú sért úti um miðja nótt. Þetta er klikkað. Það eru tvær vikur í jólin, kaldasta tíma ársins. Sonur minn er veikur. Ég er reiður.“

Yfirvöld hafa gefið út að ástandið verði svona í hverfinu að minsnta kosti út þessa viku en jafnvel lengur. Cadent Gas, fyrirtækið sem sér um dreifingu á gasinu, hefur verið að dreifa rafmagnsofnum, helluborðum og teppum til heimilanna. Þá munu íbúarnir fá bætur vegna kostnaðarins sem fylgir því að nota rafmagnstækin en verð á rafmagni hefur hækkað mikið að undanförnu í Bretlandi líkt og annars staðar í Evrópu.

Josh segir þó að hann og fjölskylda sín hafi einungis fengið einn lítinn rafmagnsofn vegna ótta um að rafmagnsnotkun aukist mikið, það gæti valdið of miklu álagi á kerfið sem gæti orsakað rafmagnsleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“