fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Dánarbú Jeffrey Epstein þarf að greiða Bandarísku Jómfrúaeyjum 15 milljarða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 19:00

Jeffrey Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánarbú barnaníðingsins Jeffrey Epstein þarf að greiða Bandarísku Jómfrúaeyjum sem svarar til 15 milljarða íslenskra króna í bætur. Sátt náðist um bótagreiðsluna en yfirsaksóknari eyjanna stefndi dánarbúinu.

Stefnan byggðist á að Epstein hafi notað eyjurnar sem miðstöð fyrir umfangsmikið mansal, sölu á konum í vændi.

NBC News hefur eftir Denise N. George, yfirsaksóknara, að með þessum málalokum séu skýr skilaboð send til umheimsins um að Bandarísku Jómfrúaeyjar séu ekki staður þar sem sé hægt að stunda mansal eins og ekkert sé.

Í málshöfðuninni kom fram að Epstein hafi flutt stúlkur allt niður í 12 ára gamlar til húss hans á eyjunni Little Saint James en hún er hluti af eyjaþyrpingunni. Þar hafi þær verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Lögmaður dánarbúsins sagði að sáttinn sé ekki viðurkenning á ábyrgð eða sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konan sem telur sig vera Madeleine McCann steig fram hjá Dr. Phil – „Ég trúi því að hún sé ekki móðir mín“

Konan sem telur sig vera Madeleine McCann steig fram hjá Dr. Phil – „Ég trúi því að hún sé ekki móðir mín“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“