fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að fylgja einni einfaldri reglu segist ung kona hafa komist úr því að vera alltaf „staurblönk“ yfir í að leggja tugi þúsunda til hliðar á nokkrum mánuðum.

Árum saman var líf Jamie Rappaport þannig að hún lifði bara frá einni útborgun fram að þeirri næstu. Heimildin á kreditkortinu var nýtt í botn og „undarleg hljóð“ voru farin að heyrast í bíl hennar.

Þegar hún bað móður sína um smá lán til að greiða fyrir viðgerð á bílnum sá hún vonbrigðasvipinn á móður sinni og það ekki í fyrsta sinn. Hún ákvað þá að tími væri kominn til að grípa til aðgerða og breyta þessu.

Hún skýrir frá þessu í bloggfærslu þar sem hún segist hafa fylgt einni einfaldri reglu og með því hafi hún komist úr því að vera sífellt blönk yfir í að eiga dágóðan sparnað.

Reglan sem hún talar um er „þriggja daga reglan“. Í henni felst að maður má ekki kaupa eitthvað ónauðsynlegt fyrr en maður hefur hugsað um kaupin í þrjá daga.

„Ég samdi við sjálfa mig um að ég myndi ekki kaupa neitt ef ég gæti bara notað það einu sinni, t.d. kaffi, skyndibita, skot á barnum, en ef ég vildi enn kaupa þetta eftir þrjá daga gæti ég farið aftur og keypt það,“ skrifar hún og segir að þetta hafi vægast sagt breytt fjárhagsstöðu hennar.

Hún segist ekki vita hversu mörg „skyndikaup“ „þriggja daga reglan“ kom í veg fyrir. Hún segir að auk þess að spara peninga þá hafi reglan sparað henni tíma og hún hafi lést því hún var meðvitaðri um hvað hún lét ofan í sig.

Hún segir að það besta við að fylgja reglunni sé að hún sé ekki lengur stressuð yfir fjárhagsstöðu sinni og mælir hún því með að fólk noti þessa aðferð.

Það er kannski ekki galið á tímum eins og nú þegar allt er dýrt og virðist hækka stöðugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest