fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Ógnvænleg þróun meðal bandarískra unglinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. desember 2022 21:00

Fentanýl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ógnvænleg þróun hafi átt sér stað meðal bandarískra unglinga hvað varðar ofneyslu fíkniefna. Þetta á aðallega við um ofneyslu á fentanýli.

Samkvæmt tölum frá bandarísku smitsjúkdómastofnunin CDC þá fjölgaði tilfellum, þar sem of stórra skammta af fentanýli var neytt, um 182% frá 2019 til 2021.

Meðaltal tilfella ofneyslu í hverjum mánuði jókst um 109% frá 2019 til 2021. En þegar eingöngu eru horft á tilfelli ofneyslu á fentanýli þá jukust tilfellin um 182% á sama tíma. AFP skýrir frá þessu.

En þrátt fyrir þessa miklu aukningu þá er heildarmyndin sú að dregið hefur úr neyslu unglinga á ólöglegum fíkniefnum.

CDC segir að aukning á tilfellum á of stórum skömmtum geti tengst notkun sterkari efna frekar en reglulegri notkun.

Fentanýl er mjög sterkt og ávanabindandi efni. Það tilheyrir flokki ópíóíða sem eru verkjalyf sem eru mjög ávanabindandi.

Það er auðvelt og ódýrt af framleiða fentanýl og hefur mikið framboð verið af því í Bandaríkjunum á síðustu árum. CDC segir að rúmlega hálf milljón Bandaríkjamanna hafi látist af völdum of stórs skammts af fentanýli frá 1999.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran