Qasigiannguit, sem heitir Christianshåb á dönsku, er lítill bær við Diskóflóa. Þar búa um 1.000 manns.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar hún kom á vettvangi hafi verið búið að flytja manninn á sjúkrahús. Hann lést eftir komuna þangað.
Pilturinn var handtekinn í gærmorgun og verður væntanlega færður fyrir dómara í dag þar sem gæsluvarðhalds verður krafist yfir honum.
Flogið var með lögreglumenn frá öðrum bæjum á vettvang og sérfræðingar, sem sjá um vettvangsrannsókn, koma frá Danmörku til að aðstoða við rannsókn málsins