fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Heimsins elsta landdýr heims hélt upp á 190 ára afmæli sitt um síðustu helgi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sunnudag var haldið upp á afmæli elsta lifandi landdýrsins sem vitað er um. Þetta er risaskjaldbakan Jonathan sem er talin hafa komið í heiminn 1832. Að vonum er ekki vitað nákvæmlega hvaða dag og því fékk Jonathan 4. desember úthlutað sem afmælisdegi.

Jonathan hefur búið á Saint Helena síðan 1882 en þá var hann færður landsstjóra eyjunnar, sem er í sunnanverðu Atlantshafi, að gjöf.

Jonathan er ekki óvanur sviðsljósinu, þó óvíst sé hvort hann velti því nokkuð fyrir sér, því hann hefur fengið verðlaun frá Heimsmetabók Guiness fyrir að vera elsta þekkta lifandi landdýrið og elsta skjaldbakan sem vitað er um.

Hann þótti nokkuð einmana á síðustu öld og 1991 var ráðin bót á því með því að hann var kynntur fyrir Frederica. Með tókst náið samband en afkvæmi létu á sér standa. Skýring fékkst á því 26 árum síðar þegar skoðun leiddi í ljós að Frederica er karldýr.

Mynd af Jonathan hefur prýtt fimm penca mynt á Saint Helena.

Hann er að sögn orðinn ansi hrukkóttur og kannski ekki furða eftir 190 ára jarðvist. Þess utan er hann blindur og ellihrumur og hefur misst þefskynið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því