fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 22:15

Melissa Highsmith skömmu áður en hún var numin á brott. Mynd:Facebook/WeFoundMelissa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum síðan 1971 hitti Melissa Highsmith þá um helgina. Það var fyrst nýlega sem hún komst að því að hún var numin á brott frá foreldrum sínum en þeir gáfu aldrei upp vonina um að finna hana.

Sky News segir í umfjöllun um málið að móðir Melissa, Alta Apantenco, hafi starfað sem þjónustustúlka og hafi þurft á barnapíu að halda. Hún setti því auglýsingu í dagblað í Fort Worth í Texas, þar sem hún bjó, og auglýsti eftir barnapíu. Hún réði síðan konu til starfa án þess að hitta hana.

Alta fór í vinnu og meðleigjandi hennar lét barnapíuna fá Melissu. En barnapían lét sig hverfa með hana og Alta sá dóttur sína ekki aftur fyrr en í síðustu viku, 51 ári síðar.

Fjölskyldan segir að árum saman hafi lögreglan sakað Alta um að hafa orðið dóttur sinni að bana.

Fjölskyldan gaf aldrei upp vonina um að finna Melissa á lífi og fyrir nokkrum árum stofnuðu þau Facebooksíðuna „Finding Melissa“.

En hreyfing komst af alvöru á málið þegar þau nýttu sér heimasíðuna „Ancestry and 23AndMe“ eftir ráðleggingu frá ættfræðingi.

Melissa með foreldrum sínum. Mynd:Facebook/WeFoundMelissa

 

 

 

 

 

Victoria Highsmith, dóttir Alta og systir Melissa, sagði að það hafi verið erfitt að fá móður sína til að láta DNA-sýni í té, hún hafi verið orðin þreytt á þessu öllu eftir 51 ár, en sem betur hafi henni tekist að telja hana á það. Vegna þess að hún skilaði inn sýni sem og faðir hennar þá hafi tekist að finna Melissa.

Melissa fannst ekki við að svörun fengist frá erfðaefni hennar heldur frá erfðaefni barna hennar. „Innan þriggja vikna fundum við systur mína,“ sagði Victoria.

Melissa, sem er orðin 53 ára, hefur búið í Fort Worth megnið af lífinu og hafði ekki hugmynd um að hún hefði verið numin á brott frá foreldrum sínum. Þetta kemur fram á Facebooksíðunni „Finding Melissa“ sem hefur nú fengið heitið „We Found Melissa!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina