fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Gates-sjóðurinn gefur 7 milljarða dollara til Afríku

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 08:30

Bill og Melinda Gates stofnuðu sjóðinn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsjóðurinn Bill & Melinda Gates Foundation tilkynnti nýlega að hann muni gefa 7 milljarða dollara til Afríku á næstu fjórum árum. Bill Gates varaði um leið við því að vegna stríðsins í Úkraínu hafi dregið úr stuðningi við Afríku.

Þeir sjö milljarðar, sem tilkynnt var um, bætast við háar fjárhæðir sem sjóðurinn hefur gefið til verkefna í Afríku á síðustu árum. Peningunum verður varið til þess að takast á við hungur, sjúkdóma, fátækt og kynjamisrétti. Hæstu fjárhæðirnar fara til Nígeríu sem er fjölmennasta ríki álfunnar.

Hjálparsamtök í Afríku standa nú frammi fyrir minni fjárstuðningi vegna stríðsins í Úkraínu því peningum hefur verið beint þangað í staðinn. Auk þess hefur innrás Rússa í Úkraínu haft þau áhrif að matvælaverð hefur hækkað sem hefur haft áhrif á starfsemi hjálparsamtaka.

Bill Gates sagði að áhrifa stríðsins í Úkraínu gæti mjög í Evrópu og því séu framlög til hjálparstarfa ekki á uppleið.

Miklir þurrkar hafa herjað á Kenía og stóran hluta Austur-Afríku að undanförnu og eru þetta verstu þurrkarnir í fjóra áratugi. Þurrkarnir og heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa ýtt rúmlega 10 milljónum íbúa á svæðinu „út á brún hungursneyðar“ segja hin kristilegu World Vision hjálparsamtök.

CNN segir að Sameinuðu þjóðirnar reikni með að hungursneyð verði lýst yfir í hlutum Sómalíu fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu