fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Fella niður kröfu um þungunarpróf stúdína

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 17:00

Þungunarpróf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kampala International háskólinn í Kampala í Úganda tilkynnti nýlega að hætt verði að krefja stúdínur, sem stunda nám í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði, um þungunarpróf áður en þær fá að þreyta próf.

Það var á þriðjudegi sem háskólinn tilkynnti að allar stúdínur, sem áttu að fara í próf, skyldu skila inn niðurstöðu þungunarprófs sem þær áttu að greiða sjálfar. Ef þær skiluðu ekki inn niðurstöðu prófs myndu þær ekki fá að þreyta próf.

Þetta vakti strax mikla athygli og tjáði Catherine Kyobutingi, forstjóri African Population and Health Research Center,  sig um þetta á Twitter og sagði þetta vera algjört rugl, mismunun og algjörlega óásættanlegt.

Dr. Githinji Gitahi, stjórnarformaður óhagnaðardrifnu samtakanna Amref Health Africa tjáði sig einnig um þetta á Twitter og skrifaði: „Hvað? Af hverju? Í alvöru? Af því að þungun tengist prófum svo mikið? Veitir fóstrið ótilhlýðilegt forskot í prófum? Ég skil þetta ekki.“

Úgönsku kvenréttindasamtökin FIDA Uganda tjáðu sig einnig um ákvörðunina og bentu á að stjórnarskráin tryggi konum ákveðin réttindi og banni mismunun kynjanna.

Á fimmtudegi, tveimur sólarhringum eftir að krafan um þungunarprófið var sett fram, breytti háskólinn um stefnu.

CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum