fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Tveir Rússar framseldir til Bandaríkjanna – Stóðu á bak við stærsta ólöglega „bókasafn“ heims

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 21:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru Rússarnir Anton Napolsky og Valeriia Ermakova handtekin í Argentínu. Bandaríska alríkislögreglan hafði lýst eftir þeim í byrjun mánaðarins. Þau eru grunuð um að hafa rekið stærsta ólöglega „bókasafn“ heims.

Bókasafnið nefnist „Z-library“ og hefur það fengið mikla athygli á TikTok.

Margir hafa líklega á einhverjum tímapunkti í lífi sínu hlaðið niður kvikmynd eða sjónvarpsþáttum á ólöglegum vefsíðum. En rússneska parið gekk skrefinu lengra því í rúman áratug virðast þau hafa rekið stærsta ólöglega „bókasafn“ heims með sjóræningjaeintökum af rafbókum. Þær stóðu fólki til ókeypis afnota. The Verge skýrir frá þessu.

Fram kemur að parið sé sakað um brot á höfundarrétti, peningaþvætti og svik. Búið er að loka bókasafninu varanlega.

Í safninu voru rúmlega 11 milljónir ólöglegra rafbóka og vísindagreina. Hægt var að lesa allt þetta efni ókeypis og hlaða því niður. Námsmenn voru mjög hrifnir af safninu því þar gátu þeir fundið margar bækur til að nota í námi sínu.

Vinsældirnar jukust mikið síðustu mánuði vegna þeirrar athygli sem safnið fékk á TikTok.

Myndbönd með myllumerkinu „zlibrary“ hafa fengið rúmlega 21 milljón áhorf á TikTok. Þessar vinsældir eru einmitt ein aðalástæðan fyrir því að augu yfirvalda fóru að beinast að safninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn