fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Þjófurinn týndi greiðslukortinu sínu – Það varð honum að falli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 16:30

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var tilkynnt um þjófnað á verkfærum frá byggingasvæði á Nykøbing Falster í Danmörku. Þar höfðu þrír verkfærakassar verið brotnir upp og rafmagnsverkfærum stolið.

Þegar lögreglan kom á vettvang fundu lögreglumenn greiðslukort. Enginn af starfsmönnunum á byggingasvæðinu átti það og „auðveldaði þetta“ því rannsókn málsins töluvert að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Hún hafði fljótlega uppi á eiganda greiðslukortsins, 21 árs karlmanni. Hann var handtekinn á heimili sínu. Við leit í bíl hans fannst hleðslutæki sem hafði verið stolið af byggingasvæðinu.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og yfirheyrður og á von á frekari eftirmálum vegna málsins. Ekki fylgir sögunni hvort hann fékk greiðslukortið sitt aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi