fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Pressan

Titanicráðgáta leyst – Myndband

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 13:30

Titanic sökk í jómfrúarferð sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

110 ár eru liðin síðan Titanic sökk. 70 árum síðar fannst flakið á 3.700 metra dýpi á botni Atlantshafsins. Þetta er svo mikið dýpi að fólk fer sjaldan svona djúpt niður.

En fyrir 26 árum fór Paul Henry Nargeolet, kafari, niður að flakinu en hann stýrði fjölda leiðangra niður að því.

Í þessum leiðöngrum tók hann eftir undarlegu merki á dýptarmæli sínum, það var ekki langt frá Titanic.

Það var ekki fyrr en nýlega, eftir rúmlega tveggja áratuga vangaveltur, sem kom í ljós um hvað var að ræða.

OceanGate Expeditions, sem hafa staðið fyrir nýjum leiðöngrum niður að flakinu, skýrði frá þessu að sögn Videnskab.

„Við vissum ekki hvað við myndum finna. Ég reyndi að fá tækifæri til að rannsaka þennan hlut, sem við sáum á dýptarmælinum fyrir svo löngu síðan,“ sagði Nargeolet og bætti við: „Þess vegna var frábært að rannsaka svæðið og finna þessar heillandi eldfjallamyndanir sem iða af lífi.“

Merkið, sem hann sá fyrir 26 árum, reyndist sem sagt vera vistkerfi á storknuðu hrauni. Ekki var vitað af því áður. Þetta vistkerfi er á 2.900 metra dýpi og er nærri flaki Titanic.

Steve W. Ross, yfirvísindamaður OceanGate, sagði að þessi uppgötvun muni kannski bæta það hvernig við hugsum um fjölbreytileika lífsins á hafsbotni. Hann sagði að svo virðist sem vistkerfið þrífist á eldfjallamynduðu bergi, líklega úr basalti, og hafi fjölbreytileiki lífsins komið á óvart sem og hversu þétt bambuskórallar og aðrir kórallar lifa auk humra og fiska á 2.900 metra dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp í morðmáli sem fyllti Ítali hryllingi

Dómur kveðinn upp í morðmáli sem fyllti Ítali hryllingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vændiskonur eiga nú rétt á fæðingarorlofi og atvinnuleysisbótum

Vændiskonur eiga nú rétt á fæðingarorlofi og atvinnuleysisbótum
Pressan
Fyrir 4 dögum

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi