fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Grunsamlega þungur fiskur olli mikilli reiði

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. október 2022 15:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskur sem veiddur var í veiðikeppni í Ohio, Bandaríkjunum, hefur vakið mikla athygli en mennirnir sem veiddu hann eru sakaðir um að hafa svindlað í veiðikeppninni. 

En hvernig er hægt að svindla í veiðikeppni? Það er að minnsta kosti sjaldnast rætt um kynlífstæki í tengslum við svindl í slíkum keppnum eins og hefur tíðkast í skákinni undanfarna daga. En þrátt fyrir að engin kynlífstæki hafi komið við sögu þá voru veiðimennirnir samt staðnir að því að troða hlutum í fiskinn sem alla jafna ættu ekki að vera þar. Þeir fylltu hann nefnilega af þyngdum og öðrum minni fiskum svo hann yrði vigtaður þyngri en hann raunverulega var.

Þegar upp komst um svindlið urðu veiðimennirnir í keppninni afar reiðir og öskruðu ýmis fúkyrði. „Drulliði ykkur í burtu, fávitarnir ykkar!“ heyrist til dæmis einn maður öskra í myndbandi sem sýnir þegar upp komst um svindlið.

Jason Fischer, stjórnandi keppninnar, segir í samtali við Washington Post að hann hafi grunað veiðimennina um græsku um leið og fiskurinn var vigtaður. Fischer er að eigin sögn með gott auga fyrir þyngdum fiska og hafði slumpað á að fiskurinn sem um ræðir væri um 9 kíló. Honum fannst því grunsamlegt þegar vigtin sagði að fiskurinn væri rúm 15 kíló.

„Ég vissi bara að þetta væri ekki rétt,“ segir Fischer. Hann tók því fiskinn upp og fann að það var eitthvað hart í honum, það sama var svo að segja um hina fiskana sem veiðimennirnir höfðu veitt. Alls fundust um 10 lóð á stærð við egg í fiskum veiðimannanna. Ákveðið var að dæma veiðimennina úr leik og banna þá ævilangt frá keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn