fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Athyglisverð rannsókn – Segja að hægt sé að ná sömu áhrifum og með megrunarkúr

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. október 2022 19:00

Egg eru prótínrík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk ætlar að léttast þá borðar það yfirleitt minna en það gerir það einnig til að lækka blóðþrýstinginn, blóðfitumagnið eða til að forðast að fá sykursýki.  En er í raun nauðsynlegt að fara svangur í rúmið og glíma við svengd og annað sem fylgir megrunarkúrum?

Ef miða má við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá er ekki endilega svo. Um litla rannsókn er að ræða og eru niðurstöður hennar að það sé nóg að borða minna af prótínum, sem eru meðal annars í kjöti, fiski, osti, eggjum og hnetum, ef maður vill draga úr líkunum á ýmsum sjúkdómum sem geta valdið sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Videnskab skýrir frá þessu.

Þetta þýðir einfaldlega að ekki þarf að borða minna eða innbyrða færri hitaeiningar. Það á bara að borða minna prótín.

Jonas Thue Treebak, sem er lektor við Kaupmannahafnarháskóla og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að sumir þátttakendanna í tilrauninni hafi verið með sykursýki 2 en hafi losnað við hana með því að fylgja þessu.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nutrients.

Treebak sagði að rannsóknin sýni að það að draga prótínneysluna saman um helming dugi til að ná eiginlega sömu niðurstöðu og að takmarka hitaeininganeysluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus