fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 15:00

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu mánuðum nær mannkynið þeim áfanga að lifandi jarðarbúar verða 8 milljarðar, að minnsta kosti ef miða má við spár um þróun mannfjölda. En samanborið við maura þá er þetta ekki merkilegur áfangi.

Vísindamenn hafa nú áætlað fjölda maura hér á jörðinni með því að styðjast við 489 rannsóknir um maura í öllum þeim heimsálfum þar sem maurar lifa.

Mat vísindamannanna er að það séu um 2,5 milljónir maura á hvern jarðarbúa. Samanlagt eru þetta því ansi margir maurar og nú geta reiknimeistarar tekið fram blað og blýant eða reiknivél og reiknað út hversu margir maurar þetta eru í heildina.

Það kemur kannski ekki mjög á óvart að það séu ansi margir maurar því þetta eru dugleg og félagslynd dýr. Þeir hafa verið til síðan á tíma risaeðlanna en elsti þekkti steingervingurinn af maur er 100 milljóna ára gamall.

The Guardian hefur eftir Patrick Schultheiss, skordýrafræðingi við Würzburg háskólann í Þýskalandi og Hong Kong háskóla að maurar gegni svo sannarlega mikilvægu hlutverki í nær öllum vistkerfum í jarðvegi. Hann er einn aðalhöfunda rannsóknarinnar sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Science.

Schultheiss sagði að maurar gegni mikilvægu hlutverki hvað varðar niðurbrot gróðurs, dreifingu fræja og fleira tengt jarðveginum. Maurar séu auk þess mjög fjölbreyttur hópur skordýra þar sem hinar mismunandi tegundir sjái um ákveðin verkefni. En fyrst og fremst sé það hinn mikli fjöldi þeirra sem geri þá að einum af aðalleikendunum í náttúrunni.

Það eru rúmlega 12.000 þekktar maurategundir í heiminum. Almennt eru maurar svartir, brúnir og rauðir og líkami þeirra skiptist í þrjá hluta. Þeir eru allt frá 1 mm til 3 cm að lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“