fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Sparnaðarleiðin sem getur breytt lífi þínu fjárhagslega

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska sparnaðaraðferðin „Kakeibo“ getur verið besta hjálpin sem þú færð til að ná tökum á fjármálunum og hjálpar þér um leið við að spara.

Bandaríska fréttakonan Sarah Harvey, sem starfar hjá CNBC, ákvað að prófa þessa aðferð og eftir því sem hún segir þá gjörbreytti það lífi hennar.

Eins og fyrr segir heitir aðferðin Kakeibo. Hún var fundin upp 1904 af konu að nafni Hani Motoko en hún er þekkt sem fyrsta japanska fréttakonan.

Í stuttu máli sagt gengur aðferðin út á að maður læri að skilja samband sitt við peninga með því að halda bókhald yfir tekjur og útgjöld.

En þvert á aðrar aðferðir þá krefst þetta ekki excelskjals eða apps, bara kúlupenna og bókar.

Ástæðan fyrir að þessi aðferð virkar er að sögn einfaldlega sú að það er ákveðin hugsun sem fylgir því að sitja og skrifa tekjurnar og útgjöldin niður.

En þetta snýst ekki bara um að skrifa því maður fer í gegnum ákveðið hugsanaferli þegar maður stendur í búðinni og er að fara að kaupa eitthvað.

Því á maður, samkvæmt aðferðinni, að spyrja sig nokkurra spurninga þegar maður er að fara að nota peninga.

Þær eru:

Get ég lifað án þessa hlutar?

Miðað við fjárhagsstöðu mína, hef ég efni á honum?

Mun ég nota þetta?

Hef ég pláss fyrir þetta?

Hvernig fann ég þetta? (Var það í blaði eða leiddist mér bara og ég vildi láta tímann líða?)

Hver er tilfinningastatus minn í dag? Er ég róleg(ur), afslappaður/afslöppuð, leið(ur) eða langar mig að fagna einhverju?

Hvernig er tilfinning mín yfir að kaupa hlutinn? Gleði? Æsingur? Hversu lengi mun þessi tilfinning vara?

Sarah Harvey hafði margoft reynt að ná tökum á fjármálum sínum og þeim slæma vana að kaupa ónauðsynlega hluti. En það var ekki fyrr en hún dvaldi í Japan sem henni tókst að snúa skútunni við.

Hún segir að með því að nota Kakeibo hafi hún lært að vera algjörlega hreinskilin við sjálfa sig hvað varðar langanir sínar og óskir.

Hún segir að hún sé orðin fljótari og betri í að taka rökréttar ákvarðanir varðandi útgjöldin sín eftir að hún fór að nota þessa aðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“