En þegar horft er á myndina er auðvelt að fara að spá í á hverju konan heldur. Margir telja sig sjá að hún haldi á farsíma og sé að horfa á hann á meðan hún er á göngu.
En það gengur augljóslega ekki upp því málverkið er frá 1860 en farsímar voru auðvitað ekki komnir á markað þá.
Listasérfræðingar segja að það sé einföld skýring á þessari sjónblekkingu. Konan er að þeirra sögn með bænabók og er að lesa hana en ekki skoða samfélagsmiðla. New York Post skýrir frá þessu.