fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

10.000 býflugur blönduðu sér í mótmæli – 7 lögreglumenn stungnir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir býflugnabændur voru handteknir á mánudaginn eftir mótmæli við forsetahöllina í Santiago í Chile. Hunangsframleiðendur hafa lengi átt í vandræðum vegna mikilla þurrka í landinu sem hafa haft neikvæð áhrif á fæðuuppsprettu býflugna, til dæmis blóm og korn. Söfnuðust býflugnabændur því saman við forsetahöllina til að mótmæla og krefjast aðstoðar frá stjórnvöldum.

Þurrkar eru ekki óalgengir í Chile en sá ofurþurrkur sem nú herjar hefur staðið yfir síðan 2010 og segja vísindamenn að loftslagsbreytingarnar eigi hlut að máli, að minnsta kosti að hluta. CNN skýrir frá þessu.

Býflugnabændur vilja að stjórnvöld blandi sér í málið og sjái til þess að verð á hunangi hækki eða að þeir fái ríkisstuðning. Þeir hafa farið fram á fund með Sebastian Pinera, forseta.

Býflugnabændurnir settu um 60 býflugnabú, með um 10.000 flugum, á götuna fyrir framan forsetahöllina.

Sjö lögreglumenn voru stungnir af býflugum þegar þeir reyndu að handtaka býflugnabændurna og fjarlægja búin. Þeir voru fluttir á sjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“