fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 22:00

Curtis Bankston. Mynd:Fox5

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curtis Bankston, 55 ára prestur, var nýlega handtekinn af lögreglunni í Griffin City í Georgíuríki í Bandaríkjunum eftir að upp komst um hvaða starfsemi hann og eiginkona hans ráku í kjallaranum heima hjá sér.

Í kjallaranum fann lögreglan átta manns sem voru læstir þar inni. Lögreglan segir að Bankston-hjónin hafi rekið starfrækt sambýli eða umönnunaraðstöðu í kjallaranum án þess að hafa tilskilin leyfi til þess en undir yfirskini þess að þetta væri starfsemi á vegum One Step of Faith Second Chance kirkjunnar.

Hjónin höfðu tekið yfir alla stjórn á fjárhag og lyfjagjöf þeirra sem voru í kjallaranum og tóku við bótagreiðslum til fólksins frá hinu opinbera. Lögreglan segir að áttmenningarnir séu allir andlega veikir og/eða andlega fatlaðir.

Lögreglan komst á snoðir um hvað var í kjallaranum þegar eftirlitsmenn á vegum slökkviliðsins fóru að heimilinu til að sinna veikum manni. Dyrnar inn í kjallarann voru með tveimur lásum og þurftu slökkviliðsmennirnir að ræða við sjúklinginn í gegnum glugga.

Hjónin höfðu verið með húsið á leigu í fjórtán mánuði og notuðu kjallarann til að vista áttmenningana sem lögreglan telur að hafi verið haldið í honum gegn vilja sínum. Einnig bendir hún á hversu hættulegar aðstæður fólksins voru, til dæmis ef eldur hefði komið upp í húsinu.

Félagsmálayfirvöld tóku áttmenningana í sína umsjá en Curtis Bankston var vistaður í fangelsi og á ákæru yfir höfði sér sem og eiginkona hans. Independent skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“