fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mjög litlar líkur á að þú fáir hjartaáfall á meðan á samförum stendur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni fóru vísindamenn yfir mörg þúsund hjartastopp sem leiddu til andláts. Í ljós kom að aðeins í 0,2% tilfella varð hjartaáfallið á meðan á samförum stóð eða innan einnar klukkustundar eftir þær.

MedPage Today skýrir frá þessu og byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar sem hafa verið birtar í vísindaritinu Jama Cardiology.

Rannsóknin byggir á ítarlegri yfirferð á breskum gagnagrunni með upplýsingum um 6.847 óvænt hjartaáföll og andlát af þeirra völdum frá 1994 til 2020.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að örsjaldan er hægt að tengja skyndilegt hjartaáfall og andlát við samfarir. Eins og fyrr sagði þá gerðist slíkt aðeins í 0,2% tilfella og er þá átt við hjartaáfall á meðan á samförum stendur eða innan klukkustundar eftir að þeim lauk.

Þetta voru 17 andlát. Meðalaldur hinna látnu var 38 ár og tveir þriðju þeirra voru karlar.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar geti verið gagnlegar því fólk, sem glímir við hjarta- og æðasjúkdóma, geti haft áhyggjur af tengslum samfara og hættunnar á að fá hjartaáfall. „Við teljum að niðurstöðurnar veiti visst öryggi fyrir að það er mjög öruggt að stunda kynlíf þótt fólk glími við hjartavandamál, sérstaklega fyrir þá sem eru yngri en fimmtíu ára,“ segir í rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn