fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mjög litlar líkur á að þú fáir hjartaáfall á meðan á samförum stendur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni fóru vísindamenn yfir mörg þúsund hjartastopp sem leiddu til andláts. Í ljós kom að aðeins í 0,2% tilfella varð hjartaáfallið á meðan á samförum stóð eða innan einnar klukkustundar eftir þær.

MedPage Today skýrir frá þessu og byggir á niðurstöðum rannsóknarinnar sem hafa verið birtar í vísindaritinu Jama Cardiology.

Rannsóknin byggir á ítarlegri yfirferð á breskum gagnagrunni með upplýsingum um 6.847 óvænt hjartaáföll og andlát af þeirra völdum frá 1994 til 2020.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að örsjaldan er hægt að tengja skyndilegt hjartaáfall og andlát við samfarir. Eins og fyrr sagði þá gerðist slíkt aðeins í 0,2% tilfella og er þá átt við hjartaáfall á meðan á samförum stendur eða innan klukkustundar eftir að þeim lauk.

Þetta voru 17 andlát. Meðalaldur hinna látnu var 38 ár og tveir þriðju þeirra voru karlar.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar geti verið gagnlegar því fólk, sem glímir við hjarta- og æðasjúkdóma, geti haft áhyggjur af tengslum samfara og hættunnar á að fá hjartaáfall. „Við teljum að niðurstöðurnar veiti visst öryggi fyrir að það er mjög öruggt að stunda kynlíf þótt fólk glími við hjartavandamál, sérstaklega fyrir þá sem eru yngri en fimmtíu ára,“ segir í rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína