fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Segjast hafa fundið nýtt afbrigði af kórónuveirunni – Blanda af Delta og Ómíkron

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 06:07

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn á Kýpur telja sig hafa fundið nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19. Afbrigðið er blanda af Delta- og Ómíkronafbrigðunum að sögn Leondios Kostrikis, prófessors í lífvísindum við Kýpurháskóla.

Bloomberg skýrir frá þessu og segir að í samtali við Sigma TV hafi Kostrikis sagt að hann og samstarfsfólk hans hafi fundið afbrigði, sem sé blanda af Delta og Ómíkron, og hafi nefnt það „Deltacron“ þar sem erfðafræðileg uppbygging þess minni á uppbyggingu Ómíkron með erfðaefni úr Delta.

Kostrikis og teymi hans fundu 25 slík smit að sögn Bloomberg. Teymið sendi upplýsingar um uppbyggingu afbrigðisins í gagnabankann GISAID en í honum er fylgst með stökkbreytingum veirunnar.

Kostrikis sagði að framtíðin verði að leiða í ljós hvort þetta afbrigði sé hættulegra og meira smitandi en önnur afbrigði en persónulega sagðist hann telja að Ómíkronafbrigðið muni verða sterkara og ýta þessu afbrigði út af sjónarsviðinu.

En ekki eru allir jafn sannfærðir að um nýtt afbrigði sé að ræða og telja að niðurstaðan byggist á mistökum á rannsóknarstofunni. Gkikas Magiorkinis, grískur prófessor, sagði að fyrstu rannsóknir bendi til að tæknileg mistök hafi orðið í rannsóknarstofunni og því hafi röng niðurstaða fengist.

Magiorkinis og fleiri sérfræðingar telja að fyrir mistök hafi erfðaefni úr Delta- og Ómíkronafbrigðunum lent í sama sýnatökuglasinu og blandast þannig. Líklega hafi verið leifar af Deltaafbrigðinu í rýminu og sjúklingurinn hafi líkega verið með Ómíkronafbrigðið, eða öfugt.

Kostrikis stendur þó fast á sínu að sögn Aftonbladet og segir að gagnrýnendurnir viti einfaldlega ekki hvaða gögn kýpversku vísindamennirnir eru með. Hann sagði í gær að 52 tilfelli hafi fundist til viðbótar þeim 25 sem fyrst var skýrt frá og að nú verði öll rannsóknargögn send til Grikklands til frekari rannsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?