fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Pressan

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári bönnuðu skólaumdæmi í 32 ríkjum Bandaríkjanna 1.648 einstaka bókartitla í skólum. Í heildina var bann lagt við rúmlega 2.500 bókum í bandarískum skólum á síðasta ári en sumir titlana eru bannaðir í fleiri en einu skólaumdæmi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir mjög hafi hert á þessari þróun á síðustu árum. Í mörgum af þeim bókum, sem voru bannaðar, er fjallað um efni á borð við kynþætti eða kynferði og kynlíf.

Á landsvísu hafa rúmlega 5.000 skólar neitað nemendum um aðgang að bókum í bókasöfnum sínum og skólastofum. Þetta kemur fram í skýrslu frá Pen America, sem eru samtök sem styðja tjáningarfrelsi í bókmenntum.

Segja samtökin að mikil aukning hafi orðið á skipulögðum tilraunum til að láta fjarlægja bækur. Þetta eru allt frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum í ríkum á borð við Texas, Georgíu og Wisconsin til að minnsta kosti 50 hópa sem hafa orðið til úti í samfélaginu eða á Facebook.

Margar bækur hafa verið bannaðar fyrir það eitt að í þeim er fjallað um fólk sem tilheyrir LGBTQ en þriðjungur allra bóka, sem lenti á bannlista frá apríl fram í júní, innihélt umfjöllun um fólk í þessum hópi. Kynþættir og umfjöllun um kynþáttahatur í Bandaríkjunum á heldur ekki upp á pallborðið hjá ritskoðurunum því 40% þeirra bóka, sem lentu á bannlistanum, fjalla um litað fólk.

Bókabönn hafa lengi verið við lýði í bandarískum skólum en Pen America segir að nú sé minna um að bönn við bókum séu tilkomin vegna kvartana frá foreldrum, nú séu það skipulagðir hópar og stjórnmálamenn sem séu áhrifamestir í þessum efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Egg eru orðin munaðarvara – Stóraukið smygl

Egg eru orðin munaðarvara – Stóraukið smygl
Pressan
Í gær

Dæmdur nauðgari sagður hafa leikið á kerfið með að undirgangast kynleiðréttingu og afplána dóminn í kvennafangelsi

Dæmdur nauðgari sagður hafa leikið á kerfið með að undirgangast kynleiðréttingu og afplána dóminn í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

COVID-19 faraldur í Pyongyang – Borginni lokað

COVID-19 faraldur í Pyongyang – Borginni lokað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Disney eftir 3 mánuði – Kostaði fyrirtækið 20 milljónir á dag

Rekinn frá Disney eftir 3 mánuði – Kostaði fyrirtækið 20 milljónir á dag
Pressan
Fyrir 2 dögum
Söguleg þrenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppgötvaði sannleikann um manninn sem hún átti í ástarsambandi við – Það kostaði hana lífið

Uppgötvaði sannleikann um manninn sem hún átti í ástarsambandi við – Það kostaði hana lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru með allar tölurnar réttar og áttu von á milljörðum – Svo kom símtalið sem breytti öllu

Voru með allar tölurnar réttar og áttu von á milljörðum – Svo kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grunuð um að hafa myrt börnin sín og að hafa síðan svipt sig lífi

Grunuð um að hafa myrt börnin sín og að hafa síðan svipt sig lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafa áhyggjur af að örvænting muni grípa um sig ef við fáum skilaboð frá geimverum – „Verðum eins og hauslausar hænur“

Hafa áhyggjur af að örvænting muni grípa um sig ef við fáum skilaboð frá geimverum – „Verðum eins og hauslausar hænur“