fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hér gæti næsta stríð í Evrópu brotist út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 18:30

Frá Grikklandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki útilokað að við verðum að venja okkur við að stríð geisi í Evrópu. Nú takast Úkraínumenn á við Rússa sem réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar. Annars staðar í álfunni kraumar undir og ekki er útilokað að þar komi til stríðs og gæti það gerst hvenær sem er.

Þetta sagði Jo Jakobsen, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum við norska tækni- og náttúruvísindaháskólann (NTNU), í samtali við Dagbladet. Hann sagði að eins og staðan er núna stefni í hernaðarátök á milli Grikkja og Tyrkja.

„Ef spennan á milli þessara tveggja ríkja verður viðvarandi þarf ekki svo mikið til áður en einhver skýtur niður flugvél sem ekki ætti að skjóta niður,“ sagði Jakobsen.

Á miðvikudaginn sendi gríska ríkisstjórnin bréf til ESB, NATO og SÞ og varaði við því að sú mikla spenna sem ríkir á milli ríkjanna geti leitt til þess að stríð brjótist út.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið harðorður að undanförnu og hefur mátt skilja orð hans sem svo að hann sé að hóta innrás í Grikkland og hann hefur sakað Grikki um að áreita tyrkneskar flugvélar.

Jakobsem sagði að þessi staða hafi verið lengi í uppsiglingu. „Stríð á milli Grikklands og Tyrklands gæti auðvitað orðið næsta stríðið í Evrópu. Það er hugsanlegt og hefur verið hugsanlegt um hríð,“ sagði hann.

Grikkir hafa gert Erdogan ljóst að þeir séu reiðubúnir til að verja fullveldi sitt.

Ríkin deila einna harðast um yfirráð eyjum í Miðjarðarhafi og Eyjahafi. Tyrkir hafa sakað Grikki um að hafa hertekið eyjur þar og komið hergögnum fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta