fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Ert þú háð(ur) fréttum? Þá erum við með slæmar fréttir fyrir þig

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. september 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja að það sé gott að fylgjast vel með fréttum en allt er best í hófi segir einhvers staðar og það á einnig við um það að fylgjast með fréttum. Að minnsta kosti ef miðað er við niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Þær benda til þess að fólk sem fylgist mjög vel með fréttum, er í raun fréttafíklar og stórneytendur á því sviði, sé líklegra til að þjást af stressi, kvíða og líkamlegum vandamálum. MedicalXpress.com skýrir frá þessu.

Hefur miðillinn eftir Bryan McLaughlin, prófessor við College of Media and Communcation við Texas Tech University, að stórneytendur frétta geti lent í vondri hringrás þar sem þeir dragast lengra og lengra inn í hringiðuna í stað þess að losna út úr henni. Þeir verði helteknir af fréttum og kanni oft hvort eitthvað nýtt sé í fréttum til að lina tilfinningalega vanlíðan sína. „En það gagnast ekki. Þeim mun meira sem þeir skoða fréttir, þeim mun meira truflar það aðra þætti lífs þeirra,“ sagði hann einnig.

Vísindamennirnir greindu svör við netkönnun sem 1.100 Bandaríkjamenn tóku þátt í.

Niðurstaðan var að 16,5% aðspurðra sýndu merki um „alvarleg vandamál“ hvað varðar fréttaneyslu. Það einkennir slíka neyslu að fólk verður svo upptekið af fréttum og fylgist svo vel með að það heltekur hugsanir þess svo mikið að það truflar samveru þess með fjölskyldu og vinum og gerir þeim erfitt fyrir við að einbeita sér að vinnu sinni. Auk þess glímir það við eirðarleysi og erfiðleika við að sofa.

Þessi hópur, sem glímir við „alvarleg vandamál“ var mun líklegri til að upplifa andlega og líkamlega erfiðleika en þeir sem eru ekki eins sólgnir í fréttir.

Af þeim sem voru með „alvarleg vandamál“ varðandi fréttaneyslu höfðu 73,6% upplifað andleg óþægindi, „mikil“ eða „mjög mikil“ en hjá þeim sem töldust vera í hópi þeirra sem voru með eðlilega fréttaneyslu höfðu 6,1% fundið fyrir andlegum óþægindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Í gær

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“