fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Lyndsi er rúmliggjandi 23 tíma sólahringsins – Er með ofnæmi fyrir þyngdarafli

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 28 ára gamla Lyndsi Johnson er með ,,ofnæmi fyrir þyngdarafli,“ eins og hún sjálf orðar það, og því líður yfir hana allt að tíu sinnum á dag. Hún getur ekki staðið upprétt nema í þrjár mínútur í senn, kastar upp, og verður að vera rúmliggjandi í allt að 23 tíma á sólarhring.

Eins og í hryllingsmynd

Sjúdómurinn, sem nefnist postural tachycardia syndrome (POTS) og orsakast af röskun í taugakerfi, byrjaði að gera vart við sig með kvið- og bakverkjum árið 2015. Hún var loksins greind með POTS í febrúar á þessu ári eftir margra ára þjáningafullar ferðir á milli lækna.

Enginn vissi hvað gekk að Lyndsi sem sífellt versnaði.

Lyndsi varð að yfirgefa stöðu sína sem verkfræðingur í hernum.

,,Ég lá á gólfi biðstofa og öskraði og ældi til skiptis líkt og í kvikmyndinni The Exorcist, Þess á milli leið yfir mig,” segir Lyndsi í viðtali við daglblaði í Maine í Bandaríkjunum, þaðan sem hún er frá. ,,Flestir læknarnir sögðu streitu um að kenna.”

Það var ekki fyrr en Lyndsi leitaði til hjartalæknis að hún fékk rétta greiningu.  Yfirlið Lyndsi voru þá orðin það slæm að hún gat ekki keyrt bíl né gengið ein sökum yfirliða. ,,Það leið jafnvel yfir mig við hundsgelt. Ég hrundi niður alls staðar og á öllum tímum.”

Háð hjálpartækjum

Lyndsi var verkfræðingur í hernum allt til 2018  og segist aldrei hafa búist við þurfa að hætta að vinna aðeins 28 ára, rúmföst og háð hjálpartækjum á við sturtustól og göngugrind.

Hún er þó þakklát fyrir að vita loksins hvað ami að. Hún er ennfremur komin á lyf sem hafa minnkað ógleðina auk þess að fækka yfirliðunum niður í þrjú til fjögur á dag.

Lyndsi Johnson

Lyndsi þarf þó að reiða sig að langmestu leiti á eiginmann sinn, James, um flesta daglega hluti á við þvotta og þrif, jafnvel tannburstun.

,,Mér tókst nýlega að elda mat handa okkur James. En það verður langt í að ég reyni það aftur því ég var rúmföst í fjóra daga eftir það,” segir Lyndsi í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu