fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 06:13

Keith Anderson. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta verður mjög, mjög slæmt fyrir fjölda fólks. Þetta er stærra en heimsfaraldurinn, þetta er mikil krísa.“ Þetta sagði Keith Anderson, forstjóri skoska orkufyrirtækisins Scottish Power, þegar hann ræddi síhækkandi raforkuverð í Bretlandi í sjónvarpi.

STV og CNN skýra frá þessu. Þrátt fyrir að Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið þá halda þeir fast í sömu stefnu og sambandið um að draga úr gaskaupum frá Rússlandi og að lokum hætta alveg að kaupa gas þaðan.

Nú hefur streymi rússnesks gass til Evrópu minnkað mikið og það hefur haft í för með sér að gas- og rafmagnsverð hefur hækkað mikið, einnig í Bretlandi. Rafmagnsverð hefur hækkað um 54% á árinu og það er full ástæða til að ætla að það eigi eftir að hækka enn meira sagði Anderson.

Í Bretlandi eru raforkukaupendur með þak á hversu hár rafmagnsreikningur þeirra getur orðið árlega og er það hin opinbera orkustofnun, Ofgem, sem ákveður hvert þakið er. Núverandi þak er sem svarar til um 340.000 íslenskum krónum en það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir 18 mánuðum. Reiknað er með að þetta þak hækki enn frekar og telja sérfræðingar að Ofgem hækki það upp í sem svarar til um 520.000 íslenskum krónum á næstunni og jafnvel upp í sem svarar til um 900.000 íslenskum krónum í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf