fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 22:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að tala um mjög alvarlegan glæp hér.“ Þetta sagði Lisa Rubin, sérfræðingur í lögum, í samtali við Insider um mál Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í kjölfar húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili hans í Mar-aLago í síðustu viku.

Hún sagði að út frá þeim upplýsingum, sem hafa komið fram um að FBI hafi leitað að leyniskjölum sem Trump er sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu, geti svokölluð njósnalög frá 1917 átt við. Í stuttu máli sagt eiga lögin að koma í veg fyrir að fólk geti deilt eða skýrt frá upplýsingum sem skaða Bandaríkin. Allt að tíu ára fangelsi getur legið við brotum gegn þessum lögum.

Rubin sagði að eins og staðan sé núna þá séu það þessi lög sem séu „hættulegust“ fyrir Donald Trump.

Hann hefur sjálfur vísað því á bug að hann hafi gert nokkuð rangt. Hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aflétt leynd af þessum skjölum og að allir „séu á einhverjum tímapunkti tilneyddir til að taka vinnuna með heim“.

Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að liðsmenn FBI hafi tekið fjölda skjalakassa með sér frá Mar-aLago.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol