fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þess vegna er gott að setja sítrónu og salt á eldhúsborðið á nóttunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sítrónur eru til margra hluta nytsamar, ekki bara við matseld eða til að búa til drykki. Það er til dæmis hægt að nota þær við þrif og til að eyða vondri lykt.

Eldhúsið er staður sem mörg okkar eyða miklum tíma í. Við eldum matinn þar og við borðum hann, við vöskum upp og bjóðum gestum jafnvel að eldhúsborðinu til að þiggja kaffisopa og meðlæti.

En eldhúsið getur hratt orðið skítugt og óreiða getur náð tökum á því. Slæm lykt getur fylgt þessu. Þá er gott að eiga sítrónu.

Sítrónur búa yfir þeim eiginleika að þær eyða lykt og draga bakteríur í sig að því er segir á vef Homemaking.

Þetta er auðvitað mjög praktískt þegar kemur að því að glíma við lykt af matarafgöngum í eldhúsinu. Bent er á að hægt sé að skera sítrónu í sneiðar, strá smávegis salti á sneiðarnar og láta þær liggja uppi á borði yfir nótt.

Sítrónan dregur lykt og bakteríur í sig og saltið hjálpar góðri og frískri sítrónulykt að dreifa sér. Fersk sítrónulykt tekur því á móti þér í eldhúsinu næsta morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol