fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Þýskur stjórnarerindreki handtekinn – Grunaður um að hafa myrt eiginmann sinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 20:00

Hahn til hægri og Biot til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uwe Herbert Hahn, sem er stjórnarerindreki við þýska sendiráðið í Rio de Janeiro í Brasilíu, var handtekinn um helgina, grunaður um að hafa myrt eiginmann sinn.

Hahn tilkynnti lögreglunni að eiginmaður hans, hinn belgíski Walter Henri Maximilien Biot, hefði veikst á föstudagskvöldið, hrunið í gólfið og þá rekið höfuðið í og látist af völdum höggsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Hahn hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Biot að bana. Byggir lögreglan það á rannsókn á vettvangi og á líkinu. Segir hún að niðurstöður rannsóknanna bendi til að hann hafi verið barinn til bana.

Camila Lourenco, lögreglustjóri, sagði að skýringar Hahn passi ekki við niðurstöður rannsókna á vettvangi og á líkinu. Hún sagði að áverkar á líkinu bendi til að traðkað hafi verið á Biot áður en hann lést.

Þegar lögreglan kom á vettvang var Hahn að þrífa heimilið. Hann sagði lögreglunni að Biot hefði drukkið mikið áfengi og tekið svefnlyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag