fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þýskur stjórnarerindreki handtekinn – Grunaður um að hafa myrt eiginmann sinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 20:00

Hahn til hægri og Biot til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uwe Herbert Hahn, sem er stjórnarerindreki við þýska sendiráðið í Rio de Janeiro í Brasilíu, var handtekinn um helgina, grunaður um að hafa myrt eiginmann sinn.

Hahn tilkynnti lögreglunni að eiginmaður hans, hinn belgíski Walter Henri Maximilien Biot, hefði veikst á föstudagskvöldið, hrunið í gólfið og þá rekið höfuðið í og látist af völdum höggsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Hahn hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Biot að bana. Byggir lögreglan það á rannsókn á vettvangi og á líkinu. Segir hún að niðurstöður rannsóknanna bendi til að hann hafi verið barinn til bana.

Camila Lourenco, lögreglustjóri, sagði að skýringar Hahn passi ekki við niðurstöður rannsókna á vettvangi og á líkinu. Hún sagði að áverkar á líkinu bendi til að traðkað hafi verið á Biot áður en hann lést.

Þegar lögreglan kom á vettvang var Hahn að þrífa heimilið. Hann sagði lögreglunni að Biot hefði drukkið mikið áfengi og tekið svefnlyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri