fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Segja að dauði Archie Battersbee hafi verið „villimannslegur“

Pressan
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 11:54

Hinn tólf ára gamli Archie Battersee varð fyrir heilaskaða í apríl síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tólf ára gamli Archie Battersbee lést  í gær, umkringdur fjölskyldu sinni á Royal London-spítalanum í bresku höfuðborginni.

Mál Archie hefur verið afar fyrirferðar mikið í breskum fjölmiðlum undanfarnar vikur en foreldrar drengsins hafa barist hatrammlega fyrir því að honum yrði haldið áfram á lífi með aðstoð lyfja og öndurvéla.

Sjá einnig:  Áfrýjun foreldra Archie Battersbee synjað – Verður tekinn úr sambandi á morgun

Archie fannst meðvitundarlaus á heimili móður sinnar, Holly Dance, þann 7. apríl síðastliðinn. Talið er að hann hafi verið að taka þátt í áskorun á samfélagsmiðlum, The Blackout Challenge, sem gengur út á það að þátttakendur setja snæri um háls sinn og reyna að missa meðvitund í stutta stund.

Archie ásamt móður sinni Holly Dance
Hann komst aldrei til og var úrskurðaður heiladauður af læknum sem töldu útilokað að hann næði nokkrum bata eða framförum og lögðu því til að vélarnar sem héldu lífi í drengnum yrðu teknar úr sambandi . Foreldrar hans og ástvinir voru þó á öðru máli og fullyrti móðir hans meðal annars að hún hefði orðið vitni af framförum hans á sjúkrabeðinu og því væri allt að því glæpsamlegt að binda enda á líf drengsins.

Málið fór alla leið í bresku réttakerfi en að endingu úrskurðaði dómari að læknum væri heimilt að hætta öllum meðferðum til þess að halda Archie á lífi. Hann lést fljótlega í kjölfarið eða um hádegisbilið í gær.

Daily Mail hefur eftir unnustu elsta bróður Archie, Ella Rose Carter að það hafi verið nöturleg upplifun að fylgjast með ástvini á barnsaldri kafna fyrir framan sig. „Ég vona að engin fjölskylda þurfi að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Þetta var villimannslegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli