fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Of mikil áfengisneysla gerir þig eldri fyrir aldur fram

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 15:00

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Of mikil neysla á áfengi gerir þig eldri fyrir aldur fram að sögn vísindamanna. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford háskóla en hún byggist á upplýsingum um tæplega 250.000 Breta.

Niðurstaða vísindamannanna er að ef fólk drekkur meira en fimm vínglös á viku byrji hin líffræðilega klukka líkamans að flýta sér.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem drukku meira en 17 einingar af áfengi á viku voru með styttri litningsenda en þeir sem ekki drukku svo mikið. Daily Mail skýrir frá þessu.

Litningsendar eru líffræðilegir tappar á enda litninganna. Þeir vernda DNA í þeim fyrir tjóni, svona álíka og „tappar“ á enda skóreimar koma í veg fyrir að þær rakni upp.

Litningsendarnir styttast eftir því sem við eldumst og það hefur í för með sér að DNA skemmist og hættan á að við þróum sjúkdóma á borð við Alzheimers, sykursýki og hjartasjúkdóma með okkur aukast.

Áður hafa vísindamenn tengt langa litningsenda við það að fólk líti unglega út.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Molecular Psychiatry. Hún byggir á gögnum um 245.000 Breta. Vísindamennirnir rannsökuðu aðeins litningsendana í fólki sem drakk meira en 17 einingar áfengis á viku en það er þrefalt það magn sem bresk heilbrigðisyfirvöld telja vera ráðlegt. Meðalaldur fólksins var 57 ár og var því skipt eftir kyni.

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að þeir sem drukku 29 einingar af áfengi á viku, það eru um 10 stór vínglös, voru einum eða tveimur árum eldri en þeir sem drukku undir sex einingum á viku, ef aldurinn var lesinn úr litningsendunum.

Vísindamennirnir fundu skýr tengsl á milli mikillar áfengisneyslu og styttri litningsenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar