fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Dansarar alvarlega slasaðir eftir að risavaxinn skjár féll á sviðið á tónleikum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 10:15

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðistund varð að hryllingi þegar risavaxinn skjár féll á dansara á tónleikum í Hong Kong. Atvikið átti sér stað í gærkvöldi og særði tvo dansaranna. Yfirvöld segja að einn þeirra er á gjörgæslu með hálsáverka og annar hlaut minniháttar höfuðáverka, samkvlmt South China Morning Post. Tónleikum hljómsveitarinnar Mirror frá Hong Kong var strax slaufað og tónleikahöllin Hong Kong Coliseum rýmd. Því greinir BBC frá.

Fjöldi tónleikafara urðu fyrir miklu áfalli og Rauði krossinn í Hong Kong sagði að hringt hafi verið meira en hundrað sinnum í ráðgjafarsíma. Yfirvöld sögðu að skjárinn hafi fallið eftir að málmkapall slitnaði og mun atvikið vera rannsakað. Ættingjar þeirra þungt haldinna eru nú á leiðinni til Hong Kong frá Kanada. Aðspurður hvort þau fengju undanþágu frá 7 daga sóttkví við komu til landsins sagði John Lee, héraðstjóri Hong Kong, að ráðstafanir yrðu gerðar til að þeir komist að heimsækja þá slösuðu á sjúkrahús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð