fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Pólverjar kaupa 980 skriðdreka og fleiri hergögn frá Suður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 20:00

Suður-kóreskar K9 fallbyssur á æfingu Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk yfirvöld hafa ákveðið að kaupa 980 skriðdreka, rúmlega 600 stórskotaliðsbyssur og tugi orustuþota frá Suður-Kóreu. Að hluta til eru þessi kaup til að mæta gjöfum Pólverja til Úkraínu en þeir hafa gefið Úkraínumönnum mikið magn hergagna vegna innrásar Rússa í landið.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir pólska varnarmálaráðuneytinu. Fram kemur að um 980 K2 skriðdreka sé að ræða, 648 K9 stórskotaliðsbyssur og 48 FA-50 orustuþotur. Ekki hefur verið skýrt frá kaupverðinu.

Reiknað er með að fyrstu 180 skriðdrekarnir komi til Póllands fyrir árslok og að framleiðsla hinna 800 hefjist í Póllandi 2026.

Einnig er reiknað með að fyrstu 48 stórskotaliðsbyssurnar berist á þessu ári og að 600 verði afhentar 2024. Frá 2025 verða þær framleiddar í Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum