fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Vekur mikla athygli – Milljón árum eldri en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 15:00

Endurgerðar höfuðkúpur Australopithecus. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa vakið mikla athygli. Samkvæmt þeim þá eru steingervingar frá „Vöggu mannkynsins“ einni milljón ára eldri en áður var talið.

Elstu mannvistarleifarnar, sem hafa fundist, eru því enn eldri en áður var talið. Talið var að þær væru rúmlega tveggja milljóna ára gamlar en samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru þær rúmlega þriggja milljóna ára gamlar. Þetta eru steingervingar úr Sterkfontainhellunum í Suður-Afríku en þeir hafa verið kallaðir „Vagga mannkynsins“.

The Guardian skýrir frá þessu.

Það var árið 1947 sem fornleifafræðingar fundu leifar af beinagrind af forföður homo sapiensAustralopithecus, í helli nærri Jóhannesarborg. Beinagrindin fékk nafnið „Frú Ples“.

Í fyrstu var talið að beinagrindin væri 2,1 til 2,6 milljóna ára gömul. En Laurent Bruxelles, einn höfunda nýju rannsóknarinnar, segir að beinagreindin sé að minnsta kosti einni milljón ára eldri. Hann sagði ótrúlegt að sjá beinagrind í svona góðu standi eftir svona langan tíma.

Það var fundur annarrar, næstum því fullkominnar Australopithecusbeinagrindar í Sterkfontain 1994 sem kom vísindamönnunum á sporið. Sú hefur verið nefnd „Litli-fótur“.

Þetta er heillegasta og stærsta forsögulega beinagrindin sem fundist hefur til þessa. Talið er að hún sé 3,7 milljóna ára gömul. Á þeim grunni töldu vísindamenn litlar líkur á að „Frú Ples“ væri svona miklu yngri. Af þeim sökum var gerð ný aldursgreining á „Frú Ples“ og leiddi hún í ljós að beinagrindurnar voru mun nær hvor annarri í aldri en áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð