fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Ferðamaður féll ofan í gíg Vesúvíusar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 18:00

Vesúvíus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður hlaut minniháttar áverka eftir að hafa dottið ofan í gíg Vesúvíusarfjalls til að ná í símann sinn, sem hann hafði misst ofan í. Atvikið átti sér stað á laugardaginn þegar 23 ára ferðamaðurinn og fjölskyldan hans kleif 1281 metra háan tind fjallsins.

Samkvæmt miðlinum Wanted in Rome, laumaðist ferðamaðurinn og þrír ættingjar hans fram hjá innganginum að gönguleiðinni og fóru óleyfilega leið upp fjallið. Hann var að taka af sér sjálfu við gíginn þegar hann missti símann ofan í.

Ferðamaðurinn ákvað þá að klifra ofan í gíginn til að ná í símann en hrundi marga metra niður hlíðina eftir að hann missti jafnvægið. Viðbragsðaðilar náðu að draga manninn upp úr gígnum og hlúðu að sárum hans.

Ferðalanginn og ættingjar hans þrír voru ákærðir fyrir ólöglegu fjallgönguna sína, samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir hættuna sem steðjar að þessu afar virka eldfjalli er það mjög vinsælt meðal ferðamanna á svæðinu að klífa það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“