fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 11:00

Frakkar eru að segja skylið við reykingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vill þrengja að tóbaksframleiðendum til að reyna að draga úr dauðsföllum af völdum krabbameins. Hann vill setja þak á hversu mikið magn nikótíns má vera í tóbaksvörum.

Talsmenn Hvíta hússins skýrðu frá þessu á þriðjudaginn. The Washington Post segir að ef af þessu verður verði sígarettur, og aðrar tóbaksvörur, ekki eins ávanabindandi í framtíðinni og þær eru núna.

Ónafngreindur heimildarmaður sagði í samtali við blaðið að leyfilegt hámarksmagn nikótíns verði svo lítið að sígarettur, sem verða seldar í Bandaríkjunum, verði næstum ekki ávanabindandi eða alls ekki ávanabindandi.

Tillagan tengist yfirlýsingu Biden um að hann vilja fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um helming á næstu 25 árum.

Reykingar valda um 30% af öllum krabbameinsdauðsföllum í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 1 viku

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu