fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 19:43

Mynd/Evrópuþingið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er upphaf ferlis sem mun líklega vara í nokkur ár.

Ráðið samþykkti tillöguna rétt í þessu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tísti einnig og sagði þetta vera sögulega stund og „góðan dag fyrir Evrópu.“

„Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

„Lönd ykkar eru hluti af evrópsku fjölskyldunni okkar,“ sagði hún einnig í tístinu. Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu sagði: „Hrósa mikið þessari ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins,“ og bætti við að „framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu.“

Ákvörðunin er líkleg til að angra yfirvöld í Rússlandi sem hafa lengi verið andvíg áætlunum Úkraínumanna um aðild að Evrópusambandinu og nánara sambandi við Vesturlönd.

Ursula von der Leyen sagði að ákvörðunin muni „styrkja Úkraínu, Moldóva og Georgíu sem þurfa að þola heimsvaldastefnu Rússlands. Og hún styrkir Evrópusambandið því hún sýnir enn og aftur öllum heiminum að við erum samstíga og sterk andspænis utanaðkomandi ógnum.“

Umsóknarríki verða að standast efnahagsleg og stjórnmálaleg skilyrði og mun Úkraína þurf að draga úr spillingu og fleiru áður en aðild er veitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óstjórnleg eyðsla, átröskun og „snobb“ Wintour – Kryddpían opnar sig upp á gátt í þáttaröð Netflix

Óstjórnleg eyðsla, átröskun og „snobb“ Wintour – Kryddpían opnar sig upp á gátt í þáttaröð Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning