fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Öruggustu rafmyntir heims gætu verið tifandi tímasprengjur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 06:59

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi rafmynta hefur lækkað mikið að undanförnu og ef sú þróun heldur áfram og nær út í það sem hafa verið talin öruggustu horn rafmyntamarkaðanna, svokallaðra stablecoins, þá getur það valdið miklum vandræðum á fjármálamörkuðum heims, ekki bara rafmyntamörkuðum.

Eftir því sem bætir í hrun rafmyntanna hafa áhyggjur margra sérfræðinga af hinum svokölluðu stablecoins farið vaxandi að sögn finans.dk.

Viðskipti með stablecoins fara fram á föstu gengi, til dæmis tengdu Bandaríkjadal en viðskipti með til dæmis bitcoin og ethereum fara ekki fram á föstu gengi og sveiflurnar eru miklar.

Fyrirtækin sem standa að þremur stærstu stablecoins eru því með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 120 milljarða dollara sem tryggingu fyrir verðmæti myntanna. En ef margir viðskiptavinir vilja selja þessar stablecoin á sama tíma getur það leitt til brunaútsölu á ríkisskuldabréfunum sem myndi yfirfylla ríkisskuldabréfamarkaðinn sem er nú þegar undir miklum þrýstingi.

Það er ekki svo langt síðan að rafmyntamarkaðurinn var alveg sérstök stærð sem hafði ekki áhrif á aðra þætti fjármálamarkaða. Til dæmis höfðu miklar sveiflur á gengi bitcoin 2014 og 2018 ekki nein teljandi áhrif á öðrum mörkuðum. En nú er rafmyntamarkaðurinn orðinn svo stór að hann hefur óhjákvæmilega áhrif á önnur svið fjármálamarkaðanna. Á síðasta ári var verðmæti rafmynta um 3.000 milljarðar dollara  en er nú um 1.000 milljarðar. Þetta er þó aðeins lítill hluti af heildarverðmæti fjármálamarkaðanna sem er um 60.000 milljarðar dollara.

Verðmæti stablecoins voru í mars 170 milljarðar dollara.

Mikil óvissa ríkir á fjármálamörkuðum og ef til þess kemur að bandarísk ríkisskuldabréf verði seld á brunaútsölu getur það haft mikil áhrif á fjármálamarkaðinn í heild sinni. Áhyggjur af þessu fóru að láta á sér kræla af alvöru í maí þegar verðmæti Terra, sem er lítil stablecoin, lækkaði úr einum dollara í núll á nokkrum dögum. Verðmæti Terra er ekki tryggt með ríkisskuldabréfum eða reiðufé heldur í verðmæti annarrar rafmyntar, Luna, en gengi hennar hrundi einnig.

Þetta og fleira hefur ýtt undir vangaveltur um hvort stablecoins séu ónæm fyrir hruninu á rafmyntamarkaðnum en þar hefur bitcoin til dæmis tapað um 70% af verðmæti sínu síðan í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi