fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 20:00

Kort af Vetrarbrautinni sem var gert með aðstoð Gaia. Mynd:ESA/Gaia/DPAC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa skýrt frá nákvæmustu athuguninni til þessa á Vetrarbrautinni en hún leiddi í ljós mörg þúsund „stjörnuskjálfta“ og erfðaefni geimsins. Þetta getur komið að gagni við að finna þau svæði Vetrarbrautarinnar þar sem líklegast er að finna líf.

Gaia, sem er geimfar Evrópsku geimferðastofnunarinnar,  var skotið á loft 2013. Það hefur verið notað til að skrá hreyfingar stjarna í Vetrarbrautinni í smáatriðum. Á þeim grunni er hægt að rekja hreyfingar þeirra aftur í tímann.

Gaia hefur nú skoðað tæplega tvo milljarða stjarna eða um 1% af stjörnunum í Vetrarbrautinni. Þetta gerir vísindamönnum kleift að endurgera uppbyggingu Vetrarbrautarinnar og komast að hvernig hún þróaðist á milljörðum ára.

Gaia hefur einnig komið að góðu gagni við að rannsaka efnafræðilega samsetningu, hitastig í geimnum, liti, massa og aldur stjarna. Það kom vísindamönnum mjög á óvart að þessar mælingar sýndu fram á mörg þúsund „stjörnuskjálfta“ en það eru skjálftar, einna líkastir flóðbylgjum, á yfirborði stjarna. Conny Aerts, hjá KU Leuven í Belgíu og félagi í samstarfshópnum um Gaia, sagði að sögn the Guardian að Gaia sé að opna gullnámu hvað varðar jarðskjálfta á massamiklum stjörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn