fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskt herskip sigldi tvisvar inn í danska landhelgi í nótt. Skipið var að sigla í norðanverðu Eystrasaltinu, rétt hjá dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var nokkur fjöldi danskra þingmanna og annarra embættismanna á Borgundarhólmi vegna lýðræðishátíðar sem haldin verður þar um helgina. Vísir greinir frá þessu.

Atvikin áttu sér stað klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og svo aftur nokkrum tímum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska hernum. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði sambandi við það.

Jeppe Kofod, utanríkisráðherrra Danmerkur tísti um atvikið. „Einstaklega óábyrg, gróf og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði hann í tístinu og vísaði til Lýðræðishátíðar Danmerkur sem er haldin hvert ár. Jeppe Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra verða meðal annarra á eyjunni við hátíðarhöldin.

„Eineltistilburðir virka ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Jeppe einnig og bætti við að sendiherra Rússlands hafi strax verið boðaður á fund vegna atviksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram