fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskt herskip sigldi tvisvar inn í danska landhelgi í nótt. Skipið var að sigla í norðanverðu Eystrasaltinu, rétt hjá dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var nokkur fjöldi danskra þingmanna og annarra embættismanna á Borgundarhólmi vegna lýðræðishátíðar sem haldin verður þar um helgina. Vísir greinir frá þessu.

Atvikin áttu sér stað klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og svo aftur nokkrum tímum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska hernum. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði sambandi við það.

Jeppe Kofod, utanríkisráðherrra Danmerkur tísti um atvikið. „Einstaklega óábyrg, gróf og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði hann í tístinu og vísaði til Lýðræðishátíðar Danmerkur sem er haldin hvert ár. Jeppe Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra verða meðal annarra á eyjunni við hátíðarhöldin.

„Eineltistilburðir virka ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Jeppe einnig og bætti við að sendiherra Rússlands hafi strax verið boðaður á fund vegna atviksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós