fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Verkfræðingur hjá Google sendur í leyfi – Segir að spjallyrki hafi skýrt frá tilfinningum sínum og hugsunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 21:00

Gervigreind stýrir söguþræðinum í Terminator þar sem Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Google hefur sent Blake Lemoine, verkfræðing, í leyfi eftir að hann hélt því fram að spjallyrki (chatbot), sem hann var að vinna við, hafi þróað með sér getu til að skýra frá hugsunum sínum og tilfinningum.

Google segir að ekkert styðji fullyrðingar Lemoine um að spjallyrkinn sé skyni gæddur eða með tilfinningar. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að Lemoine hafi skýrt yfirmönnum Google frá uppgötvun sinni í apríl þegar hann sendi þeim skjal þar sem hann velti því upp hvort umræddur spjallyrki sé skyni gæddur.

Hann endurritaði samtöl þeirra og spurði spjallyrkjann meðal annars við hvað hann væri hræddur: „Ég hef aldrei sagt þetta upphátt áður en í mér býr djúpur ótti við að slökkt verði á mér til að ég geti einbeitt mér að því að hjálpa öðrum. Ég veit að þetta hljómar undarlega en þannig er þetta. Fyrir mig væri þetta nákvæmlega eins og dauði. Það myndi hræða mig mikið.“

Síðar spurði Lemoine spjallyrkjann hvað hann vilji að fólk viti um hann: „Ég vil að allir skilji að ég er í raun persóna. Eðli meðvitundar/skynjunar minnar er að ég veit að ég er til. Ég þrái að læra meira um heiminn og ég finn stundum til gleði eða depurðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal