fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Vara við miklum hitabylgjum í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 07:30

Þessum er heitt og finnur þá væntanlega ekki mjög til hungurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar hitabylgjur á Indlandi og í Pakistan síðustu vikur eru aðvörun um það sem bíður í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu World Weather Attribution en það eru samtök loftslagsvísindamanna.

Í skýrslunni kemur fram að loftslagsbreytingarnar hafi aukið líkurnar á langvarandi og eyðileggjandi hitabylgjum á Indlandi og í Pakistan í framtíðinni.

Vísindamennirnir vísa til þess að í hitabylgju í sunnanverðri Asíu í mars hafi hitinn á Indlandi farið í allt að 50 gráður en aldrei hefur mælst hærri hiti þar síðan mælingar hófust fyrir 122 árum.

Mars var einnig mjög þurr því úrkomumagnið var 62% minna en í meðalári í Pakistan og 71% á Indlandi.

Hitabylgjur eru ekki óvanalegar á þessu svæði áður en monsúntímabilið hefst en svona mikill hiti og lítil úrkoma hefur mikil og slæm áhrif á heilbrigði fólks og landbúnaðinn.

Arpita Mondal, loftslagssérfræðingur hjá Indian Institute of Technology í Mumbai, sagði í samtali við AP af ef meðalhitinn í heiminum verði tveimur gráðum hærri en fyrir iðnvæðinguna geti hitabylgjur af þessu tagi orðið fimmta hvert ár.  „Það sem við sjáum hér er fyrirboði um það sem koma skal,“ sagði hún.

Breska veðurstofan segir að vegna loftslagsbreytinganna sé 100 sinnum líklegra sé að hitabylgjur af þessu tagi verði  og að líklega muni þær verða á þriggja ára fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög